Friday, January 16, 2009

Gátum betur en hinir


Nú er það komið á hreint að lið FB, sem ég er einmitt í, er komið í aðra umferð í Gettu Betur þetta árið og hefur liðið þá jafnað árangur sinn frá því fyrra og eins og í fyrra þá er markmiðið liðsins að komast í 8. liða úrslit í minnsta lagi sem ég tel mjög raunhæft markmið. Liðið er óbreytt frá því í fyrra og eru þeir Þorvarður (fyrir miðju) og Hjörtur (til hægri) með mér í því.

Í fyrstu umferð mættum við liði Tækniskólans sem er samansafn átta skóla og vorum við fyrstir til að sigra þessa átta skóla enda erum við færir í flestan sjó. Þó svo að við höfum verið undir eftir hraðasp. þá héldum við kúlinu og unnum örugglega 18-11. Þó er ég ennþá ósáttur með að hafa flaskað á að vita nafn heimavallar Fulham og fullt nafn Mugison.

Dregið verður í næstu umferð næstkomandi mánudag. Ég ætla ekkert að fela það að ég væri frekar til að mæta Hvanneyri eða VMA en MR eða MK.

Annað í fréttum er að ég er að lesa tvær bækur, Sólkross eftir Óttar M. Norðfjörð og A Thousand Splendid Suns eftir Khaled Hosseini. Sólkross er ekki jafngóð og ég bjóst við en samt alveg þess virði að lesa og reyndar er ég aðeins búinn með 30 bls. í þeirri seinni þannig að ég ætla ekki dæma hana strax. Sólarþema í bókunum hjá mér.

Yfir og út

1 comment:

  1. Ég býð þig velkominn í bloggheiminn og óska þér til hamingju með sigurinn. Það eru ekki mörg liðin í Gettu betur sem geta státað sig af því að hafa sigrað átta stk. skóla, og það í fyrstu umferð!

    I hate to say I told you so, en ég bað þig af og frá að kaupa Sólkross. Ég var um þessar mundir að lesa Minnisbók eftir Sigurð Pálsson; einstaklega góð lesning. Næst á dagskrá er Váfugl eftir Hall Hallsson.

    Bestu kveðjur að utan,
    Auðbergur.

    ReplyDelete