Thursday, January 29, 2009

Fuglaflensa

Ég er búinn að veikur í viku, hver einasti dagur er á eftirfarandi hátt:

Vakna um kl 12 og fer í 2 tíma hóstakast sem er svo vont að ég tárast. Restin af deginum hósta ég á svona 30 sek fresti. Fer að sofa um kl 00:00, sofna kl 02:00. Vakna kl 04:00 og fer í 2 tíma hóstakast sem er svo vont að ég tárast. Reyni að sofna það tekur svona 2 tíma. aftur og aftur og aftur.

Með þessu áframhaldi á þetta eftir að angra mig í febrúar.

Sunday, January 18, 2009



Fór í afmæli í gærkvöldi sem var gott stuff, fékk mér nokkra litla bjóra og tók nokkrar myndir. Afmælisbarnið var hún Harpa Snædís (sjá mynd fyrir ofan) og það er á tæru að sjaldan hafa komið saman jafn heitar stelpur, goddamnit. Ungfrú Íslands var á svæðinu og hékk utan í mér, hún fékk samt nada. Ingimar fór á kostum þegar ég ræddi við hann um hvernig Landsbankadeildin myndi fara næsta sumar og var það tekið uppá vidjó sem er hérna fyrir neðan. Hvað var líka málið með þessa chips ídýfu, hiklaust sú besta sem ég hef smakkað

http://tinypic.com/player.php?v=5zoei0&s=5 videoið af Ingimari

Saturday, January 17, 2009

Frekar vil ég vera fátækur

Nú get ég ekki opnað neitt einasta blað eða farið á netið án þess að sjá dóm um myndina Slumdog Millionaire og er myndin að fá fullt hús allstaðar. Það væri ekki frásögufærandi ef ég hefði ekki lesið bókina sem þessi mynd er byggð á, íslenska þýðingin er Viltu Vinna Milljarð?, og er án efa versta og leiðinlegasta bók sem ég hef lesið. Alltof margar leiðinlegar persónur sem allar þurfa líka að vera í myndinni vegna þess að annars gengur söguþráðurinn ekki upp. Ég vona svo innilega að þessi mynd fái ekki Óskarinn sem besta myndin, þó svo að ég hafi ekki séð hana og ég á ekki von á því að ég muni nokkurntímann horfa á hana.

Eins og kannski margir sem þekkja mig vita þá horfi ég gríðarlega mikið á sjónvarpsefni, bæði í tölvunni og sjónvarpinu. Jay Leno er þáttur sem ég missi sjaldan af og á stað í hjarta mínu en nú verður hann örugglega ekki sýndur á Skjá Einum þegar hann hættir í The Tonight Show og fær svipaðan þátt sem er fyrr á dagskrá hjá NBC en þá tekur Conan O'Brien við. En ég þarf þó ekki að gráta hann þarsem ég hef fundið arftaka.

http://www.colbertnation.com/

Friday, January 16, 2009

Gátum betur en hinir


Nú er það komið á hreint að lið FB, sem ég er einmitt í, er komið í aðra umferð í Gettu Betur þetta árið og hefur liðið þá jafnað árangur sinn frá því fyrra og eins og í fyrra þá er markmiðið liðsins að komast í 8. liða úrslit í minnsta lagi sem ég tel mjög raunhæft markmið. Liðið er óbreytt frá því í fyrra og eru þeir Þorvarður (fyrir miðju) og Hjörtur (til hægri) með mér í því.

Í fyrstu umferð mættum við liði Tækniskólans sem er samansafn átta skóla og vorum við fyrstir til að sigra þessa átta skóla enda erum við færir í flestan sjó. Þó svo að við höfum verið undir eftir hraðasp. þá héldum við kúlinu og unnum örugglega 18-11. Þó er ég ennþá ósáttur með að hafa flaskað á að vita nafn heimavallar Fulham og fullt nafn Mugison.

Dregið verður í næstu umferð næstkomandi mánudag. Ég ætla ekkert að fela það að ég væri frekar til að mæta Hvanneyri eða VMA en MR eða MK.

Annað í fréttum er að ég er að lesa tvær bækur, Sólkross eftir Óttar M. Norðfjörð og A Thousand Splendid Suns eftir Khaled Hosseini. Sólkross er ekki jafngóð og ég bjóst við en samt alveg þess virði að lesa og reyndar er ég aðeins búinn með 30 bls. í þeirri seinni þannig að ég ætla ekki dæma hana strax. Sólarþema í bókunum hjá mér.

Yfir og út