Saturday, January 17, 2009

Frekar vil ég vera fátækur

Nú get ég ekki opnað neitt einasta blað eða farið á netið án þess að sjá dóm um myndina Slumdog Millionaire og er myndin að fá fullt hús allstaðar. Það væri ekki frásögufærandi ef ég hefði ekki lesið bókina sem þessi mynd er byggð á, íslenska þýðingin er Viltu Vinna Milljarð?, og er án efa versta og leiðinlegasta bók sem ég hef lesið. Alltof margar leiðinlegar persónur sem allar þurfa líka að vera í myndinni vegna þess að annars gengur söguþráðurinn ekki upp. Ég vona svo innilega að þessi mynd fái ekki Óskarinn sem besta myndin, þó svo að ég hafi ekki séð hana og ég á ekki von á því að ég muni nokkurntímann horfa á hana.

Eins og kannski margir sem þekkja mig vita þá horfi ég gríðarlega mikið á sjónvarpsefni, bæði í tölvunni og sjónvarpinu. Jay Leno er þáttur sem ég missi sjaldan af og á stað í hjarta mínu en nú verður hann örugglega ekki sýndur á Skjá Einum þegar hann hættir í The Tonight Show og fær svipaðan þátt sem er fyrr á dagskrá hjá NBC en þá tekur Conan O'Brien við. En ég þarf þó ekki að gráta hann þarsem ég hef fundið arftaka.

http://www.colbertnation.com/

No comments:

Post a Comment