Tuesday, February 3, 2009

Ég á skilið að hafa það svo miklu betra

Superbowl var á sunnudaginn, þessi leikur var klárlega mest spennandi NFL leikur sem ég hef séð og ég hef séð þá marga. Mitt lið tapaði reyndar enda eru Arizona Cardinals í NFL eins og FB í Gettu Betur á þessu ári, reynslumiklir og góðir í sókn en samt ekku besta liðið. Vorum þegar mest var 10 strákar samankomnir hjá Sigurði Árna til að horfa á þetta fjör, ekki voru samt allir með reglurnar á hreinu (sjá mynd) en ég, Ragnar og Hafsteinn keyptum kjúklingavængi á hópinn og Hafsteinn eldaði þá og voru þeir skuggalegir. Hann skuldar mér samt fyrir Miller klúðrið alræmda.

Ég sá það í fréttum að það snjóaði smávegis í Bretlandi og allt fór í fokk. Mér finnst magnað að stórþjóð sem þessi skuli láta snjóskafl stoppa lestir.

Ég er ósáttur með stjórn VG og Samfó. Ekki útaf því að styð ekki flokkanna heldur af því að þessi stutta ríkisstjórnarseta býður eingöngu uppá fylgistap, gæti mögulega orðið til þess að þessi 'draumastjórn' mín verði ekki til staðar eftir boðaðar kosningar. Framsókn á örugglega eftir að bæta við sig fylgi þó svo að Sigmundur Davíð líti út eins og keisarinn í Star Wars (þvílíkir baugar!) og sé mögulega jafn valdagráðugur. Ég hef líka verið að velta fyrir mér hvernig fólk getur verið að vernda stefnu Sjálfstæðismanna sem kom okkur í heimsfréttirnar og líka skrifað greinar um að núverandi ríkistjórn hafi staðið sig illa, hún er ekki viku gömul. Talandi um að Skattman sé kominn í fjármálaráðuneytið og eitthvað. Frekar vil ég borga hærri skatta fyrir góða almenningsþjónustu en enga skatta og vera riðið í rass af frjáls markaðinum.


3 comments:

  1. já helvítis frjálsi markaðurinn....alltaf að ríða manni í rass. immitt...spurning um að get with the program. En já gott að allt fólkið sem kallaði á lýðræði og vildi ekki borga skuldir auðmanna, fá núna MINNIhlutastjórn með forsetisráðherra sem hefur ekkert umboð til þess (ekki einu sinni úr prófkjöri eigin flokks) og hærri skatta ofan á allan skuldapakkann...og núna er þetta fólk ánægt með breytingarnar, sýnir greindarvísitölu þessa fólks skýrar en aldrei fyrr

    ReplyDelete
  2. Þú hatar ekki að dissa mig á internetinu Brynjar.

    ReplyDelete